„Nike er ekki alltaf svarið“

Bogi biðlar til fólks að klæða sig vel og koma …
Bogi biðlar til fólks að klæða sig vel og koma með nesti með sér. mbl.is/Ari Páll

Íslendingar hafa mætt heldur léttklæddir að gosstöðvunum í Meradölum í dag, en margir hafa gert sér ferð að gosinu og er enn mikil umferð fólks á svæðinu.

„Það er örtröð hérna núna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, í samtali við mbl.is. 

Hann segir ekki marga hafa komið með ung börn á svæðið í dag, en ekki er ráðlagt að taka börn með á svæðið vegna gasmeng­un­ar.

Björgunarsveitin hefur skipt sér af einhverjum einstaklingum í dag. Helst hefur það verið í tengslum við umferðina að gosstöðvunum.

Ferðamenn koma með rútu

Að sögn Boga hafa margir erlendir ferðamenn sótt gosstöðvarnar í dag en margir þeirra koma með rútu á svæðið. Hann segir marga Íslendinga sem hafa sótt svæðið í dag hafa verið heldur léttklædda. Ítrekar hann mikilvægi þess að klæða sig vel.

„Nike er ekki alltaf svarið,“ segir Bogi.

Eins og mbl.is hefur greint frá hefur björg­un­ar­sveit­in tekið sam­an upp­lýs­ing­ar um hvernig best sé að haga göng­unni. Ætla má að gang­an að gosstöðvun­um sé rúm­ir 14 kíló­metr­ar fram og til baka. Þá má gera ráð fyr­ir að hún taki fimm til sex klukku­stund­ir hið minnsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina