Fleiri farþegar nú en fyrir faraldurinn

Alls fór 852.431 þúsund farþegi um Keflavíkurvöll í nýliðnum júlí …
Alls fór 852.431 þúsund farþegi um Keflavíkurvöll í nýliðnum júlí samkvæmt upplýsingum frá Isavia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll í júlímánuði í ár var meiri en í júlí árið 2019.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Alls fór 852.431 þúsund farþegi um flugvöllinn í nýliðnum júlí samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Innlend og erlend flugfélög flugu til 77 áfangastaða víða um heim og voru 78,2% af heildarbrottfararfarþegum erlend.

Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í tilkynningu, að mikilvægt sé að halda áfram uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til að mæta eftirspurninni sem sé vaxandi.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »