Fullsterkur Hafþór á Snæfellsnesi

Hafþór segir að erfitt hafi verið að ná gripi á …
Hafþór segir að erfitt hafi verið að ná gripi á Fullsterkum sem er 154 kílógrömm. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson

„Ég myndi segja að það séu ekki margir menn sem hafa náð að lyfta steininum upp í þá daga. Ég trúi því varla að menn hafi gert það, hann er það erfiður,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður og leikari, um för sína á Djúpalónssand á laugardag þar sem hann lyfti þyngsta steininum af fjórum aflraunasteinum sem þar eru. Sá nefnist Fullsterkur og vegur 154 kg.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

„Ég átti leið þarna hjá þannig að ég ákvað að stökkva og kíkja á steinana því ég hef aldrei farið að Djúpalónssandi áður og lyft þessum frægu steinum,“ segir Hafþór.

„Afi minn var með mér og leiðbeindi mér. Ég náði ekki taki á steininum í fyrstu tilraun heldur þurfti ég að reyna við hann nokkrum sinnum. Það var ekki fyrr en afi sagði við mig: „Hafþór, hafðu höndina aðeins lengra til hægri,“ af því að hann lak alltaf úr höndunum á mér þar sem hann leitaði til hliðar. Þannig að ég hlustaði auðvitað á hann, mann með margra ára reynslu, og næ honum loks upp,“ segir Hafþór.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »