Lokað á gossvæðinu út daginn

Lokað hefur verið fyrir aðgengi að gosinu frá því í …
Lokað hefur verið fyrir aðgengi að gosinu frá því í morgun vegna veðurs. mbl.is/Hákon

Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gossvæðið í Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þar segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið, mánudag, að loknum stöðufundi.

Lokað hefur verið fyrir aðgengi að gosinu frá því snemma í morgun vegna veðurs en gul viðvörun tók gildi klukkan níu í morgun fyrir Suðurlandið og Faxaflóa.

mbl.is