Þrumur og eldingar á Suðurlandi

Eldingar stóðu yfir í morgun sunnan við Heklu.
Eldingar stóðu yfir í morgun sunnan við Heklu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þrumur og eldingar voru sunnan við Heklu, vestan Tindfjalla og á svæði í grennd við Þjórsá í morgun. 

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 

Öflug skil ollu eldingum

„Eldingar hófust í grennd við Hellu rétt fyrir klukkan níu í morgun og stóðu yfir í tæpan klukkutíma,“ segir hann.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi fram til hádegis og mikið hefur rignt þar í allan dag, en öflug skil og uppstreymi hafa valdið þrumuveðrinu. Veðurfræðingur segir lítið hvassviðri vera á svæðinu þrátt fyrir talsverða rigningu. 

Veðurspá mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert