Hraunið gæti komist að veginum eftir nokkra daga

Hraunið gæti farið yfir skarðið í dag eða á morgun.
Hraunið gæti farið yfir skarðið í dag eða á morgun. Ljósmynd/Loftmyndir ehf.

Hraunið úr eldgosinu við Fagradalsfjall er að verða komið yfir skarðið í Eystri-Meradölum og stefnir það í átt að Suðurstrandarvegi. Um fjórir kílómetrar eru frá skarðinu og að veginum. Það gæti því tekið hraunið um tvær til þrjár vikur, eða jafnvel nokkra daga, að komast þangað ef sami kraftur helst í gosinu.

Þetta segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, í samtali við mbl.is.

Að sögn Ármanns er framleiðnin í eldgosinu nú um 15 rúmmetrar á sekúndu, sem er svipað og hefur verið undanfarna daga.

Ekki er ólíklegt að hraunið fari yfir gönguleið sem liggur út með hlíðum Fagradalsfjalls, auk þess sem það gæti farið yfir svæði sem ljósleiðari liggur undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina