Lagði hald á tugi kíló fíkniefna

Um er að ræða rannsókn sem hefur staðið yfir undanfarna …
Um er að ræða rannsókn sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það magn fíkniefna sem lögregla lagði hald á föstudaginn voru tugir kílógramma. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu, þar sem tekið er fram að rannsókn málsins miði vel.

Voru fjórir vistaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst í þágu rannsóknarinnar. Um er að ræða rannsókn sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði, í samstarfi embætta lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.

Lögreglan kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is