Alltof góð aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar

Hér má sjá Valdimar prófa eina hrindrun á brautinni.
Hér má sjá Valdimar prófa eina hrindrun á brautinni. Ljósmynd/Aðsend

Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar, fer fram úr öllum væntingum en hlaupið verður haldið í Mosfellsbæ í fyrsta sinn á morgun, laugardaginn 13. ágúst. 

Þá hefur verið ákveðið að loka fyrir skráningu og fá allir þátttakendur úthlutaða rástíma í hlaupið síðar í dag. 

Í drulluhlaupið er aðeins notuð drulla af bestu gerð.
Í drulluhlaupið er aðeins notuð drulla af bestu gerð. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta verður rosalegt hlaup með alvöru drullu!, segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesings, sem stendur að hlaupinu ásamt UMFÍ og Krónunni. 

Undirbúningur hefur staðið yfir í Mosfellsbæ alla vikuna á hlaupabrautinni, sem er í raun 3,5 kílómetra langt drullusvað.  Á brautinni verður fjöldi hindrana, á borð við drullupytti og fleiri skemmtilega þröskulda fyrir hlaupara. 

Þá er miðað við að allir krakkar, átta ára og eldri, komist auðveldlega í gegnum brautina með aðstoð foreldra eða forráðamanna. 

Þau Eva Ruza og Siggi Gunnars halda fjörinu gangandi á meðan viðburðinum stendur, og að hlaupi loknu er ókeypis í Varmárlaug fyrir alla þátttakendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert