Smíða akkeri á Norðurlandamóti

Í gær var keppt í flokki sem nefnist Bjartasta vonin.
Í gær var keppt í flokki sem nefnist Bjartasta vonin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fer fram á Akranesi um þessar mundir. Í gær var keppt í flokki sem nefnist Bjartasta vonin, en þar láta til sín taka efnilegir eldsmiðir, sem eru þó ekki faglærðir enn. Var þeim gert að smíða akkeri með frjálsum efnistökum.

Í dag keppa þeir sem lokið hafa sveinsprófi á milli kl. 11 og 15. Verður þeim einnig gert að smíða akkeri, en þó með ítarlegri kröfum.

Á sunnudag keppa svo þeir sem lokið hafa meistaraprófi og verða mestu kröfurnar gerðar þá. Þá fer einnig fram liðakeppni í dag þar sem þriggja manna liðum verður fengið það verkefni að smíða eitthvað tengt hestum.

Guðmundur Sigurðsson er formaður mótsstjórnarinnar. Hann segir að við mat á akkerunum sé litið til notagildis, útlits, áferðar og hvernig keppendur nýttu tímann. Í dag verður ein kona meðal þátttakenda og fjórir karlar. Í sveinaflokki sendu öll löndin karlmann til þess að keppa fyrir sína hönd, en í flokki meistara er ein kona, sem er jafnframt ríkjandi Norðurlandameistari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert