Framtíð Hegningarhússins er enn óráðin

Hegningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874.
Hegningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874. mbl.is/RAX

Enn hefur ekki verið tekin um það ákvörðun hvaða starfsemi verður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. „Ráðuneytið ætti að hafa frekari upplýsingar í haust en nánari tímasetning liggur ekki fyrir,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins aðspurð í skriflegu svari.

Hegningarhúsið er eitt sögufrægasta hús landsins. Það var byggt árið 1872 og var í 144 ár notað sem fangelsi, eða allt til ársins 2016. Á efri hæð var Landsyfirréttur til húsa ásamt bæjarþingi og Hæstarétti síðar.

Minjavernd og Ríkiseignir gerðu með sér samkomulag 2017 og aftur 2020 um að Minjavernd myndi taka að sér að annast viðgerðir á húsinu. Þær hófust um mitt ár 2020 og lauk í nóvember 2021. Viðgerðirnar náðu til ytra byrðis hússins, þ.e. viðgerða á gluggum, útihurðum, múrhleðslu veggja utan og þökum. Kostnaðaráætlun þessa verkáfanga nemur um 360 milljónum króna.

Endurbætur að innan bíða þess að ákvörðun liggi fyrir um hvaða starfsemi verður í húsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »