Hlaup gæti breytt vatnshæð í Svartá og Hvítá

Lón við Langjökul er að fyllast sökum úrkomu og bráðnun …
Lón við Langjökul er að fyllast sökum úrkomu og bráðnun jökulsins. mbl.is/RAX

Veðurstofa Íslands fylgist vel með úrkomu á svæðinu við Langjökul um þessar mundir, en vatnsstaða í lóni við jökulinn er orðin nokkuð há. 

Lónið liggur milli Hafrafells og Langjökuls. Það hefur bæst í það sökum úrkomu og bráðnun jökulsins.  Komi til þess að lónið fyllist gæti hlaupið úr því og það valdið vatnshæð í Svartá og Hvítá. Þetta staðfestir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greindi frá þessu á Facebook síðu sinni. Þar er þess minnst að þrisvar hafi vatn hlaupið úr lóninu. 

„Fyrst rennur hlaupvatnið undir jökli til suðvestur, þá í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði.“
Hlaupin valda örri breytingu á vatnshæð í Svartá og Hvítá og geta verið varasöm ef fólk er á ferli við eða í ánni.
mbl.is