Ásmundur fundar með Sólborgu um viðbragðsáætlanir

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ljósmynd/HMS

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mun funda bráðlega með Sólborgu Guðbrandsdóttur um viðbragðsáætlanir í framhaldsskólum vegna kynferðisofbeldis og áreitis.

Frá þessu greinir Sólborg á Twitter-reikningi sínum. 

Sólborg gagnrýndi í gær að skýrsla hóps sem hún fór fyrir og skilaði menntamálaráðuneytinu á síðasta kjörtímabili hafi verið „stungið undir stól“.

Í skýrslunni var meðal annars lagt til að ráðuneytið myndi fara fyrir því að viðbragðsáætlanir um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum yrði mótaðar miðlægt. 

Á þetta benti Sólborg í kjölfar mikillar gagnrýni á viðbrögð skólastjórnenda í Fjölbrautaskóla Suðurlands kynferðisofbeldismáls sem gerðist innan veggja skólans nýlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert