Funda um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína verður léttbyggð, eins og aðrar nýjar línur.
Suðurnesjalína verður léttbyggð, eins og aðrar nýjar línur.

Forseti bæjarstjórnar Voga hefur óskað eftir fundi með forstjóra Landsnets til að athuga hvort mögulegt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um lagningu Suðurnesjalínu í gegnum sveitarfélagið. Ágreiningur um legu línunnar hefur tafið lagningu hennar um mörg ár.

Yfirstandandi kafli deilunnar hefur staðið yfir frá því á síðasta ári. Þá synjaði bæjarstjórn Voga Landsneti um framkvæmdaleyfi til að leggja nýja Suðurnesjalínu í loftlínu samhliða eldri línu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi ekki rétt að málum staðið og felldi höfnunina úr gildi í byrjun október.

Skipulagsnefnd Voga leggur nú til að umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi verði hafnað að nýju. Rökin eru meðal annars þau að afhendingaröryggi raforku væri síður tryggt með loftlínu, ef eldsumbrot leiddu til hraunflæðis norður yfir Reykjanes, en ef línan yrði lögð í jarðstreng samhliða Reykjanesbrautinni. Sérfræðingar Landsnets eru ósammála þessu mati.

Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir fundi með Landsneti. Forstjóri Landsnets segir að málið verði ígrundað en vekur athygli á því að Landsnet sé í mjög þröngri stöðu vegna atburðanna á Reykjanesi og vinna þurfi hratt. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert