Enn um 200 pláss laus sem ekki er verið að nýta

Foreldrar biðlistabarna mættu á fyrsta fund borgarstjórnar eftir sumarfrí.
Foreldrar biðlistabarna mættu á fyrsta fund borgarstjórnar eftir sumarfrí. mbl.is/Árni Sæberg

Alls eru 583 tólf mánaða og eldri börn á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg. Þetta eru nýjustu tölur yfir biðlistabörn, en þær eru síðan 26. ágúst. Þá er nú byrjað að innrita börn sem eru fimmtán til sextán mánaða gömul.

Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar í dag. Er þetta fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí. Hófst hann klukkan tvö í dag og stendur enn yfir. Leikskólamálin voru annað mál á dagskrá.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, og Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýri­hóps borg­ar­inn­ar í upp­bygg­ingu leik­skóla, fóru yfir stöðuna á leikskólavandanum. 

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tók til máls.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tók til máls. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag mættu foreldrar biðlistabarna með börn sín á fund borgarstjórnar.

Mbl.is greindi frá því um miðjan ágúst um 200 leikskólapláss væru laus en ónýtanleg. Í máli Árelíu kom fram að enn væru rúmlega 200 pláss laus. Sagði hún að unnið væri að því að bjóða foreldrum þau.

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Inga Þóra

Byrjuðu að bjóða plássin í gær

Í máli Skúla kom fram að í gær hefði borgin byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. 

Þá sagði hann að íslenskt samfélag þyrfti frekar að ræða að lengja fæðingarorlofið upp í átján eða tuttugu og fjóra mánuði.

Kallaði hann einnig eftir því að ríki, sveitarfélög og háskóli tækju höndum saman um að fjölga fagfólki á leikskólum. Þá telur hann að einnig þurfi að taka vel á móti útlendingum sem flytja til landsins og eru með leikskólamenntun, þó vanti upp á íslenskukunnáttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert