Maríuerlan valin fugl ársins í árlegri keppni

Maríuerla var valin fugl ársins.
Maríuerla var valin fugl ársins. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Maríuerla hefur verið valin fugl ársins í samnefndri keppni sem Fuglavernd stóð fyrir annað árið í röð. Alls kepptu sjö fuglategundir um titilinn en fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini.

Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og sigraði með 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar himbrimi og auðnutittlingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert