Sitja uppi með að skulda heilan bíl

Gríðarmikið tjón varð á tugum bílaleigubíla í óveðrinu í Möðrudal …
Gríðarmikið tjón varð á tugum bílaleigubíla í óveðrinu í Möðrudal um helgina. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Misjafnt er hvort bílaleigur eða leigutakar þurfi að bera tjón sem verður á bílaleigubílum eftir sandfok eins og varð í Möðrudal um helgina, þar sem um 30-40 bílar urðu fyrir tjóni. Forsvarsmenn bílaleiga gagnrýna Vegagerðina fyrir að hafa ekki gripið fyrr til lokana á vegum í aðdraganda óveðursins.

Viðskiptavinir bílaleiga bera tjón eftir sandfok nema þeir séu tryggðir …
Viðskiptavinir bílaleiga bera tjón eftir sandfok nema þeir séu tryggðir sérstaklega. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Þetta er náttúrlega bara skelfilegt bæði fyrir bílaleigurnar og ekki síður fyrir viðskiptavinina sem eru í einhverjum tilfellum að lenda í leiðindamálum þar sem þeir hreinlega skulda heilan bíl. Sumir af þessum bílum eru ekki viðgerðarhæfir. Núna er ég að bíða eftir að taka á móti einum viðskiptavini. Við áttum þarna bíl sem vantaði hreinlega hurðina á. Bíllinn er bara ónýtur,“ segir Benedikt Helgason, framkvæmdastjóri Go Campers á Íslandi.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »