Tré liggja „þvers og kruss“

Ljósmynd/Kristján Ingimarsson

Tré brotnuðu í tvennt og rifnuðu upp með rótum í skógi á Djúpavogi í óveðrinu um helgina. Íbúi segir tjónið bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt en mörg trjánna sem féllu voru með þeim fyrstu sem gróðursett voru í skóginum.

„Það er búið að vera alveg klikkað veður frá því í gærmorgun. Skógræktin er helsta útivistarsvæði okkar íbúa á Djúpavogi. Það er búið að leggja stíga og setja bekki og borð en nú er þetta allt í rúst,“ segir Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi í samtali við mbl.is.

Ljósmynd/Kristján Ingimarsson

Hann segir erfitt að meta hversu mörg tré hafi brotnað eða fallið en þau hlaupi á mörgum tugum ef ekki hundruðum. Trén liggi „þvers og kruss“ og skógræktarfélagið muni að öllum líkindum þurfa utanaðkomandi aðstoð við að hreinsa svæðið. 

Þá hafi eitt tréð brotnað, fokið út úr skóginum og yfir þjóðveg eitt þar sem það liggur nú í vegkantinum.

Ljósmynd/Kristján Ingimarsson
Ljósmynd/Kristján Ingimarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert