Beint: Haustfundur Landsvirkjunar

Innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar.
Innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar. Ljósmynd/Landsvirkjun

Landsvirkjun heldur árlegan haustfund á Hótel Nordica í dag. Meginþema fundarins er „Forgangsröðun“. 

Á fundinum, sem hefst klukkan 9, verður fjallað um hvað er að gerast á erlendum orkumörkuðum og hver áhrifin eru hér á landi. 

Fjallað verður um skýr markmið Íslands í loftslagsmálum, orkuskipti og rafeldsneyti, hvaðan við fáum meiri orku og hvernig Landsvirkjun þarf að forgangsraða í orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina.

Hægt er að fylgjast með í beinu streymi hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert