Bíða eftir góðu veðri

Eldflaugin var hífð upp á sérbúinn flutningavagn.
Eldflaugin var hífð upp á sérbúinn flutningavagn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Eldflaug skoska eldflaugafyrirtækisins Skyrora var flutt á væntanlegan skotstað á Brimnesi á norðanverðu Langanesi á sunnudag. Ekið var mjög gætilega með þennan dýrmæta farm og ekki farið yfir 20 km/klst. hraða, að sögn Líneyjar Sigurðardóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.

„Við bíðum eftir heppilegu veðri,“ segir Nickie Finnegan, samskiptafulltrúi Skyrora. Vindur þarf að vera hægur svo hægt sé að skjóta eldflauginni á loft. En hvers vegna að skjóta upp eldflaug frá Íslandi?

„Um 30-40% búnaðar í þessari eldflaug er sá sami og verður notaður í eldflaug sem ætlunin er að skjóta frá Stóra-Bretlandi á næsta ári og fer á braut um jörðu,“ segir Nickie. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »