Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir bera á því að hælisleitendur komi hingað til lands með venesúelsk vegabréf þrátt fyrir að vera frá öðrum löndum.
„Það hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að vegabréf frá Venesúela fást keypt eftir ákveðnum leiðum. Það er áberandi að fólk kemur til landsins með nýútgefin, lögleg, venesúelsk vegabréf og það er fólk sem er kannski að þónokkrum hluta ekki frá Venesúela, augljóslega. Heldur er það frá öðrum löndum,“ segir Jón.
Vegabréfaviðskipti af þessu tagi eru alþjóðlegt vandamál, að sögn ráðherrans, en hann segir sérstaklega bera á þessu í Evrópu.
„Það er mikil misnotkun á flóttamannakerfinu og menn hafa þar áhyggjur af tengingu við skipulagða glæpastarfsemi, það er bara staðreynd,“ segir Jón. Hann tekur fram að þau mál séu til skoðunar, bæði erlendis og hjá íslenskum löggæsluyfirvöldum.
Ráðherrann segir von á aukinni aðsókn flóttamanna til landsins. Þeir telji 5.000 í heildina á þessu ári og verði fleiri á því næsta.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.