Útlendingafrumvarpi Jóns dreift á Alþingi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um útlendinga.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um útlendinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýju útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var í dag dreift á Alþingi. Jón boðaði í vor að von væri á frumvarpinu í haust, en þetta er í fimmsta sinn sem reynt verður að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi á síðustu árum.

Talsverð umræða hefur verið um útlendingamál upp á síðkastið, en í síðasta mánuði sagði Jón að staðan um þessar mundir væri mjög erfið þegar kæmi að innflytjendamálum og flóttafólki. Þá sagði hann félagslega kerfið sprungið vegna fjölgunar innflytjenda og flóttafólks og að frumvarpið ætti að leysa ákveðna hnúta þar að leiðandi.

Málið hefur þó ekki verið laust við gagnrýni þrátt fyrir að frumvarpið hafi ekki legið fyrir. Þannig gagnrýndu meðal annars þingmenn Viðreisnar og Pírata Jón  í þingsal í síðustu viku og sögðu hann spila inn á ótta fólks og koma fram með „óljós­ar staðhæf­ing­ar og full­yrðing­ar“ varðandi mál­efni flótta­fólks. 

Frumvarpið, sem er „um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd), má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert