Íslandsbankaskýrslan ekki klár í þessari viku

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Samsett mynd

Skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er ekki að vænta í þessari viku. Þetta staðfestir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við mbl.is. Nú er unnið úr umsögnum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins og stjórn Bankasýslunnar, en þessir aðilar höfðu fram í þessa viku að skila umsögnum sínum.

Guðmundur segir vinnu við skýrsluna flókna og umfangsmikla og „viðbrögð sem við höfum fengið einkennast af því,“ segir hann um umsagnirnar. Segir hann það alltaf taka einhverja daga að vinna úr umsögnunum og svarar hann því játandi spurður hvort að þá sé hægt að útiloka að skýrslan komi í þessari viku.

„Þetta er lokafasinn í verkefninu, það er ekki langt í að skýrslan verði afhent,“ segir hann en ítrekar að nákvæm tímamörk liggi ekki fyrir.

Átti upphaflega að koma út fyrir júlí

Skýrsl­unn­ar hef­ur verið beðið um nokk­ur skeið, en upp­haf­leg áætl­un miðaðist við að skýrsl­an kæmi út fyr­ir lok júní en sú áætl­un miðaðist við það að öll gögn lægju fyr­ir í mál­inu, en svo reynd­ist ekki vera. Í lok júní sagði Guðmund­ur við mbl.is að skýrsl­unni myndi seinka, en að hann væri bjart­sýnn á að það tæk­ist að skila henni til Alþing­is fyr­ir versl­un­ar­manna­helgi.

Um miðjan ág­úst sagði Guðmund­ur svo að skýrsl­unn­ar væri að vænta fyr­ir lok ág­úst. Enn tafðist út­gáf­an og í byrj­un sept­em­ber sagði Guðmund­ur við Vísi að skýrsl­an væri á loka­metr­un­um og að bú­ast mætti við henni á næstu dög­um. Um miðjan sept­em­ber sagði Guðmund­ur við mbl.is að enn væri bú­ist við skýrsl­unni fyr­ir lok mánaðar­ins, en tekið var fram að út­gáfu­dag­ur lægi ekki fyr­ir.Þann 13. október var svo greint frá því að skýrslan væri komin til umsagnaraðila, en sem fyrr segir áttu þeir að skila umsögnum í þessari viku, eftir að hafa fengið aukafrest til skilanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert