Auglýst eftir tíu framkvæmdastjórum

Landspítalinn í Reykjavík.
Landspítalinn í Reykjavík. mbl.is

Miklar breytingar eru í farvatninu hjá Landspítalanum þar sem nýtt skipurit á að taka gildi í byrjun næsta árs, 1. janúar 2023. 

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir að meginmarkmiðin með breytingunum séu að efla starfsemi spítalans og leggja megináherslu á klíníska þjónustu hans. Breytingar eru gerðar meðal stjórnenda spítalans. Störf forstöðumanna falla niður en framkvæmdastjórum fjölgar. 

Nú er auglýst eftir tíu framkvæmdastjórum fyrir spítalann og eru stöðurnar þessar:

  • Framkvæmdastjóri reksturs og mannauðs
  • Framkvæmdastjóri lyflækninga og bráðaþjónustu
  • Framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu
  • Framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu
  • Framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu
  • Framkvæmdastjóri geðþjónustu
  • Framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
  • Framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu

Nánari upplýsingar um starfslýsingar er hægt að sjá á vef Landspítalans hér

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert