Snúa sér að lögmannsstörfum

Singríður Á. Andersen og Karl Gauti Hjaltason.
Singríður Á. Andersen og Karl Gauti Hjaltason. Samsett mynd

Fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, hefur leyst út málflutningsréttindi sín og það hefur fyrrverandi alþingismaðurinn Karl Gauti Hjaltason einnig gert en þau luku bæði þingsetu við síðustu kosningar haustið 2021.

Sigríður lauk samkvæmt Alþingismannatali héraðsdómslögmannsprófi árið 2001 og starfaði sem héraðsdómslögmaður hjá LEX áður en hún tók sæti á þingi árið 2015.

Sigríður segir að þetta hafi alltaf staðið til. „Ég var búin að ákveða að taka mér ársfrí eftir síðustu kosningar og nú er það liðið. Svo ég er að hefja störf í ýmsu.“

„Gæti verið gaman“

Karl Gauti Hjaltason, sem sat á þingi á árunum 2017-2022, síðast fyrir Miðflokkinn, ákvað að leysa út lögmannsréttindi sín sem hann segir að hafi „legið þarna í áratugi”. Hann lauk prófi þar sem hann öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns árið 1996.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert