Ráðherra mun efla búnað

Of­beldi og vopna­b­urður meðal fanga hef­ur auk­ist mjög inn­an veggja …
Of­beldi og vopna­b­urður meðal fanga hef­ur auk­ist mjög inn­an veggja fang­elsa lands­ins síðastliðin ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir grafalvarlega þróun eiga sér stað innan fangelsa landsins með auknu ofbeldi og vopnaburði fanga, líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær. 

Fangaverðir kalla eftir aukinni þjálfun og varnarbúnaði og hyggst ráðherra svara kallinu. Hann segir öryggi fangavarða, líkt og lögreglu, í hæsta forgangi.

„Það sem á sér stað innan veggja fangelsa endurspeglar þá þróun sem við verðum nú vitni að í samfélaginu. Ég hef verið í miklu samtali við fangelsisyfirvöld og það er ljóst að bregðast þarf við á mörgum sviðum,“ segir Jón og bendir t.a.m. á miklar fyrirhugaðar endurbætur á Litla-Hrauni, sem munu að líkindum kosta um 2,5 milljarða króna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert