Lægð norður með austurströndinni

Veðurhorfur í dag.
Veðurhorfur í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag fer lægð norður með austurströndinni en henni fylgir nokkuð stíf norðanátt með rigningu, einkum austanlands þar sem búast má við talsverðri úrkomu. Óvissustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Austurlandi.

Suðvestan til á landinu er spáð skýjuðu en þurru veðri. Hlýjast verður á Suðausturlandi en hiti verður almennt á bilinu 1 til 9 stig.

Það verður víða 10 til 15 m/s en norðvestan 13 til 18 norðaustan til í kvöld. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert