Laus úr haldi en neitaði að yfirgefa stöðina

Viðkomandi var vistaður í fangageymslu.
Viðkomandi var vistaður í fangageymslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laust eftir klukkan eitt í gær barst lögreglu tilkynning um ofurölvi einstakling á veitingastað sem neitað að fara. 

Þegar lögreglu bar að garði var manneskjunni vísað á dyr en hún neitaði að yfirgefa staðinn. Lögreglan færði viðkomandi í kjölfarið á lögreglustöð en þegar þangað var kominn neitaði hann að fara af stöðinni og heim til sín, þrátt fyrir að vera laus úr haldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Lögregla mat það sem svo að ekki væri hægt að skilja manneskjuna eftir úti í þessu ástandi og endaði málið með þeim hætti að viðkomandi var vistaður í fangageymslu þangað til hann gæti sýslað með einkahaga sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert