Brýnt að laun hækki sem fyrst

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS.
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brýnt er að laun hækki eins fljótt og verða má, miðað við þær kostnaðarhækkanir sem hafa dunið á landsmönnum á undanförnum misserum. Því telur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), ekki hyggilegt að semja til langs tíma.

„Einnig teljum við brýnt að fá að sjá hvernig verðbólgan og vaxtastig hér á landi muni þróast á næstu 12 mánuðum. Við teljum að sú óvissa sem hefur ríkt, bæði vegna ástandsins úti í Evrópu og víðar, geri það að verkum að það sé ekki hyggilegt að gera langtímasamning.“ Skammtímasamningur myndi gilda út janúar 2024, að sögn Vilhjálms.

Næsti fundur í kjaraviðræðunum verður á morgun, þriðjudag, og mæta þá Samtök atvinnulífsins, VR, SGS og LÍV til fundar hjá ríkissáttasemjara. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »