Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ

Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild.
Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð í Garðabæ um hálfþrjúleytið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldur út frá potti á eldavél og var talsvert mikill reykur inni í íbúðinni. Eldurinn náði þó ekki að breiðast út. 

Einn var inni þegar eldurinn kviknaði og náði sá að koma sér út úr íbúðinni sjálfur. 

Slökkviliðið reykræsti íbúðina og var íbúinn fluttur á slysadeild til skoðunar.

mbl.is