34 ný tilvik HIV hér það sem af er ári

Einar Þór Jónsson.
Einar Þór Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um miðjan nóvember höfðu 34 einstaklingar komið nýir inn í þjónustu með HIV á göngudeild smitsjúkdóma á árinu. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir að búast megi við því að sú tala verði komin nálægt 40 fyrir árslok. Þetta eru tölur í hærri kantinum að hans sögn en þær eru ekki tilkomnar af því að HIV sé að breiðast hraðar út en áður. „Það skýrist að hluta af stríðsástandinu í Evrópu og auknum fjölda fólks sem kemur til landsins í leit að alþjóðlegri vernd,“ segir hann.

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag. Í viðtali við Morgunblaðið ræðir Einar Þór stöðu faraldursins og þeirra sem smitast af HIV. „Sjúkdóminum fylgja enn fordómar,“ segir Einar. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »