Nýta þarf allt heilbrigðiskerfið

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er auðvitað betri kostur að framkvæma allar þær aðgerðir sem hægt er innan lands. Það er ekki góð nýting á almannafé að greiða fyrir aðgerðir erlendis vegna langra biðlista hérlendis. Það eru allir sammála um það. Það er því unnið hörðum höndum að því í heilbrigðisráðuneytinu að vinda ofan af þessari þróun,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Hann var spurður hvort það væri æskileg þróun að það stefndi í að fjöldi umsókna um læknisaðgerðir erlendis tvöfaldist á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).

Willum segir að biðlistar í heilbrigðiskerfinu hafi lengst í heimsfaraldrinum og bið eftir ákveðnum aðgerðum sé orðin mun lengri en æskilegt er. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »