Sunnanátt og skúrir í dag

Spáð er sunnan 8-15 metrum á sekúndu og skúrum.
Spáð er sunnan 8-15 metrum á sekúndu og skúrum. mbl.is/Hákon Pálsson

Spáð er sunnan 8-15 metrum á sekúndu og skúrum, en það verður heldur hægari vindur og bjart að mestu um landið norðaustanvert. Dregur úr vindi og skúrum seinnipartinn, hæg breytileg átt og yfirleitt þurrt í kvöld.

Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig.

Á morgun verður hæg norðlæg eða breytileg átt en 5-10 m/s austast. Víða verður bjartviðri en skýjað með köflum fyrir norðan og sums staðar dálítil væta á Norðausturlandi. Hiti verður um eða yfir frostmarki

Veðurvefur mbl.is

mbl.is