Óeðlilegur málsmeðferðartími

Virkjunin er fyrir löngu fullhönnuð og framkvæmdir geta hafist þegar …
Virkjunin er fyrir löngu fullhönnuð og framkvæmdir geta hafist þegar öll leyfi verða komin í hús hjá Landsvirkjun. Tölvumynd/Landsvirkjun

„Við teljum þetta mjög óeðlilegan málsmeðferðartíma. Það tók þrjá og hálfan mánuð að afgreiða virkjanaleyfi fyrir tvær síðustu stórvirkjanir Landsvirkjunar. Við erum sammála því að vanda vinnubrögð en teljum að það hafi einnig verið gert við hinar umsóknirnar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar (LV), um skýringar orkumálastjóra á töfum við útgáfu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár.

Útgáfa virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun sem Landsvirkjun sótti um fyrir einu og hálfu ári er á lokametrunum hjá Orkustofnun.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, svaraði ekki beint spurningu blaðamanns Morgunblaðsins um það hvort þetta teldist eðlilegur málsmeðferðartími en gaf sem skýringar í viðtali sem birtist í blaðinu í gær að málið væri umfangsmikið og flókið og vel þyrfti að vanda til verka. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert