Rukka gjald fyrir rafskútur

Víða er pláss fyrir skútur.
Víða er pláss fyrir skútur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt brýnasta úrlausnarefnið við innleiðingu rafskúta í samgöngukerfið er að koma upp svokölluðum skútustæðum, en með tilkomu þeirra megi vænta þess að minna verði um að skúturnar séu skildar eftir eins og hráviði á göngustígum.

Æskilegt væri að fara blandaða leið; að á dreifðari svæðum verði áfram leyfilegt að leggja skútum ef þær eru ekki fyrir öðrum vegfarendum. Þar sem byggð er þéttust ætti hins vegar að hafa skútustæði með reglulegu millibili.

Þetta er meðal niðurstaðna í rannsóknarverkefninu Frágangur rafskúta í borgarlandi sem kynnt var á vef Vegagerðarinnar nýlega. Þar kemur jafnframt fram að víða erlendis er tekið gjald til að standa straum af kostnaði sem fellur á sveitarfélög vegna innviða á borð við skútustæði. Slíkt gjald er allt frá 7-19 þúsund krónur á ári á hverja leiguskútu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »