Tveir slösuðust í umferðarslysi á Þingvallavegi

Bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki.
Bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir slösuðust í umferðarslysi á Þingvallavegi klukkan hálfeitt í nótt.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að bifreiðin hafi hafnað utan vegar og að hún hafi verið flutt af vettvangi með Króki.

Ekki kemur fram hvort að sjúkrabíll hafi verið kallaður á vettvang en áverkar eru sagðir minniháttar.

mbl.is