„Þolinmæði og þrautseigja skiluðu samningi“

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari kveður samkomulag í höfn.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari kveður samkomulag í höfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Samist hefur með Samtökum atvinnulífsins, VR, samfloti iðn- og tæknigreina og Landssambandi verslunarmanna. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari greindi mbl.is frá þessu nú fyrir skemmstu.

„Þarna skiluðu þolinmæði og þrautseigja samningi,“ segir Aðalsteinn við mbl.is eftir löng og ströng fundahöld fram undir birtingu í morgun. Reiknað er með undirritun nú strax eftir hádegið og í framhaldinu atkvæðagreiðslu félagsfólks sem telja tæplega 60.000 í skjóli þeirra viðsemjenda er setið hafa á rökstólum.

Þá hefur ríkisstjórnin boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum kl. 14.30 í dag. Á fundinum verður kynnt yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða ti fundarins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert