Vél Icelandair snúið við eftir flugtak

Tæknibilun kom upp í flugi Icelandair til Denver.
Tæknibilun kom upp í flugi Icelandair til Denver. mbl.is/Árni Sæberg

Tæknibilun kom upp í flugi Icelandair til Denver í kvöld. Flugvélinni var snúið við og hefur henni verið lent aftur á Keflavíkurflugvelli.

Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. 

Flugið verður fellt niður og Icelandair er nú að útvega 158 farþegum vélarinnar gistingu. Þeim verður komið út til Denver við fyrsta tækifæri að sögn Ásdísar. 

mbl.is