SA féllst ekki á tilboð Eflingar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar.
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

SA féllst ekki á tilboð Eflingar á fundi samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífsins ­sem fram fór í húsi rík­is­sátta­semj­ara í morgun. Ekki var komist lengra að sinni og segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hafa vonast eftir því að SA hefðu sýnt meiri áhuga en raun bar vitni. 

Eftir niðurstöðuna mun samninganefnd Eflingar funda og fara yfir stöðuna sem upp er komin. Hún segir SA segja að kjarasamningar sem hafi verið undirritaðir nýlega marki þann ramma sem skuli gilda. 

„Afstaða SA kemur okkur ekki á óvart en það sem við erum að vinna með er algjörlega í samræmi við það sem hefur verið samið um við aðra aðila. Það hefði verið óskandi að menn hefðu skoðað tilboð okkar með opnum hug og lausnamiðaðri nálgun og með vilja til þess að horfast í augu við og viðurkenna þær erfiðu aðstæður sem ríkja í lífi Eflingarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert