Forsetahjónin heimsóttu sjúklinga og starfsfólk

Tekið á móti hjónunum við Kringluna á Landspítala.
Tekið á móti hjónunum við Kringluna á Landspítala. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson/Landspítali

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í heimsókn á Landspítala síðdegis í gær og heilsuðu upp á bæði sjúklinga og starfsfólk.

Við Hringbraut heimsóttu forsetahjónin hjartadeild, eldhús og geðdeildir en í Fossvoginum kíktu þau við á bráðamóttöku og gjörgæslu, að því er fram kemur í tilkynningu spítalans.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála, og Þórunn Oddnýu Steinsdóttir skrifstofustjóri, tóku á móti hjónunum við Kringluna á Landspítala í jólalegri hríðarmuggu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert