Heldur sín fyrstu jól heima á ADHD-lyfjum

Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á að slaka á um …
Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á að slaka á um jólin, það er ekki nauðsynlegt að gera allt. Samsett mynd

Stella Rún Steinþórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, er mikið jólabarn en hún á afmæli í byrjun desember og aðventan er hennar uppáhaldstími á árinu. Hún hefur lært að sýna sjálfri sér mildi og passar að gera ekki of mikið á aðventunni. Jólin í ár eru fyrstu jólin heima fyrir á ADHD-lyfjum.

„Jólaskapið fer stigvaxandi eftir því sem líður á nóvember og nær hámarki fyrsta sunnudag í aðventu. Þá má spila jólalög af fullum þunga og anda að sér þessum sérstaka jólaanda sem er svo dásamlegur. Í seinni tíð er ég líka að upplifa jólaundirbúninginn í gegnum stelpuna mína sem er sjö ára og það er sérstaklega dýrmætt,“ segir Stella.

Hnetubrjótalest frá Bloomingville.
Hnetubrjótalest frá Bloomingville. Arnþór Birkisson

Stella hefur fundið fyrir aukinni pressu síðustu ár að mæta á viðburði í desember og segir slíkt geta verið íþyngjandi fyrir fólk. „Allt sem er skemmtilegt á að komast fyrir á þessum fáu vikum fyrir jól! En ég hef reynt að stíga aðeins út úr þessari pressu og njóta augnabliksins með fólkinu mínu. Útivera þegar veður leyfir, bakstur, föndur og skreytingar eftir nennu og stemningu hverju sinni, í stað þess að vera í einhverjum eltingaleik,“ segir Stella sem reynir þó að eiga góða stund með fjölskyldunni auk þess sem hún tekur einn dag með eiginmanni sínum á aðventunni.

Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á hlýleika þegar kemurað jólaskreytingum.
Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á hlýleika þegar kemurað jólaskreytingum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Blóm og góðgæti fullkomið skraut

Stella byrjar að setja upp ljós og seríur upp úr miðjum nóvember og segir að skreytingar fari upp jafnt og þétt í kjölfarið. „Ég reyni að föndra aðventuskreytingu hvert ár og kíki þá í Blómagallerí eftir einhverju fallegu skrauti og greni. Síðustu ár hef ég reyndar verið mjög upptekin við próflestur á þessum árstíma og þá freistast til að kaupa skreytinguna tilbúna en þær í Blómagalleríi eru sérlegir fagurkerar. Annars eru þetta nú bara hefðbundnar skreytingar, held ég, styttur, ljós og svona. Mér finnst svo reyndar mikið skraut í nammi og góðgæti sem ég set í krukkur og skálar víða um heimilið – fullmikil freisting fyrir suma en eitthvað notalegt við að lauma upp í sig einum og einum mola.“

Aðventukransinn hennar Stellu í ár er með greni, könglum og …
Aðventukransinn hennar Stellu í ár er með greni, könglum og appelsínugulum kertum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafa skreytingarnar eitthvað breyst í gegnum tíðina?

„Já, þær hafa breyst töluvert. Ég var alltaf mjög föst á því að allt ætti að tóna saman svo það voru mjög ákveðnar línur í litavali og stíl á jólaskrautinu. Ég hef sem betur fer eitthvað þroskast og finnst núna hlýleiki, umfram allt annað, skipta máli. Við fjölskyldan höfum líka verið dugleg að bæta við skrauti á ferðalögum svo þá er komin einhver tenging við skrautið sem gerir það enn dýrmætara. Síðustu ár höfum við til dæmis verið að safna „ljótum“ jólakúlum og eigum orðið ansi veglegt safn svo það verður sérlega skemmtilegt að setja upp jólatréð í ár.“

Fjölskyldan safnar meðal annars jólaskrauti á ferðalögum og þar með …
Fjölskyldan safnar meðal annars jólaskrauti á ferðalögum og þar með myndast sterk tenging við skrautið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stellu finnst blóm alltaf falleg í skreytingar. „Þau eru áreynslulaust skraut en gera svo mikið, finnst mér. Hvort sem það eru aðventu- eða kertaskreytingar, kransar eða afskorin blóm í vasa – allt er þetta svo mikið fyrir augað. Það eru líka straumar og stefnur í þessu eins og öðru, gaman að sjá hvað er „móðins“ þetta árið og auðvelt að breyta til eftir hentisemi.“

Rocky Road-nammibitar og marsdöðlugott með jólaskrauti lífga upp á kaffiborðið
Rocky Road-nammibitar og marsdöðlugott með jólaskrauti lífga upp á kaffiborðið mbl.is/Arnþór Birkisson

Jólavertíðin getur reynst erfið

Stella fékk ADHD-greiningu fyrir tveimur og hálfu ári, þá 32 ára gömul. Í dag er hún stjórnarformaður og verkefnastýra Týndu stelpnanna ehf. sem heldur utan um verkefnið Sara – stelpa með ADHD. „Þar erum við að smíða verkfærakistu fyrir stelpur og konur með ADHD og þá sem standa þeim næst. Það er barnabók væntanleg snemma á nýju ári,“ segir Stella.

„Það var rosalega margt í mínu lífi sem ég skildi betur eftir að ég fékk greiningu. Ég gat sýnt mér meiri skilning, mildi og mætt mér betur. En þetta var ekkert bara auðvelt, og er það ekki. Stundum ströggla ég rosalega. Það fylgdi líka svolítil sorg með greiningunni, af hverju ég hefði ekki fengið hana fyrr og svo framvegis. En það eru líka mörg tækifæri, að fræðast og vekja athygli á þessum málaflokki og þá sérstaklega á ólíkum birtingarmyndum ADHD hjá stelpum og strákum, konum og körlum.“

Stella bakar alltaf skinkuhorn um jólin. Heitt súkkulaði er ómissandi …
Stella bakar alltaf skinkuhorn um jólin. Heitt súkkulaði er ómissandi með. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jól geta verið erfið fyrir einstaklinga með ADHD. „ADHD er meðal annars röskun og skerðing á stýrifærni sem þýðir í stuttu máli að þótt mann langi rosalega til að gera eitthvað ákveðið, og maður viti að það væri mjög æskilegt að maður gerði þetta ákveðna, þá getur maður það ekki. Þetta getur til dæmis átt við um hluti eins og að þrífa, elda og baka, kaupa og pakka inn gjöfum, halda utan um dagskrá einstaklinga og fjölskyldunnar í heild,“ segir Stella og bendir á að þetta geti verið íþyngjandi fyrir ADHD-einstaklinga og komið í veg fyrir að fólk njóti stundarinnar.

Heitt súkkulaði með piparmyntu.
Heitt súkkulaði með piparmyntu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hvernig hefur þér tekist að tækla jólin?

„Ég skal alveg viðurkenna að oft hefur mér bara ekkert tekist vel að tækla jólin. Ætlað mér alltof mikið, lent í tímahraki og verið í einhverju tiltektar- eða baksturskasti korter í jól. Síðustu tvenn jól höfum við verið erlendis bæði jól og áramót og þótti mér það í raun alveg dásamlegt. Það hefur verið rosalega gott að geta gefið mér afslátt af alls konar kröfum sem ég setti á sjálfa mig og verið bara að heiman um hátíðirnar. Ég hef samt trú á því að mér muni takast að njóta betur núna í ár en oft áður og skrifa ég það helst á það að nú er ég að halda mín fyrstu jól heima fyrir á ADHD-lyfjum.“

Stella segir hjálpa að sýna sér mildi og væntingastjórnun. Auk þess er gott að skrifa ítarlegan lista og haka við hvert skref. Jafnframt segir hún mikilvægt að spyrja sig hvort það sé mikilvægt að framkvæma allt á listanum. Að biðja um hjálp og útvista verkefnum hjálpar heilmikið. '

Jólaskrautið er lígar upp á heimilið.
Jólaskrautið er lígar upp á heimilið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mögulega eru náttfatajól í vændum

Hvernig er hefðbundinn aðfangadagur hjá þér?

„Við höfum ekki náð að ramma inn aðfangadaginn hjá okkur, enda oft verið á faraldsfæti eða ég í einhverri ADHD-brjálsemi að reyna að klára allt áður en klukkan slær sex. Eftir að dóttir okkar kom í heiminn höfum við þó reynt að gera eitthvað skemmtilegt frekar en að vera að þrífa og þá stundum farið í sund og eldað hamborgara í hádeginu. Ýmist förum við í kirkju eða erum tilbúin með matinn á slaginu sex og hlustum þá á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Þegar stelpan var yngri var hún oft orðin ansi lúin þegar jólin loksins komu. Hún fór þá oft bara snemma að sofa og við opnuðum gjafirnar á jóladagsmorgun. Nú verður enginn slíkur afsláttur gefinn og aðfangadagur því með hefðbundnasta móti.“

Stella á margar skemmtilegar jólakúlur.
Stella á margar skemmtilegar jólakúlur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bakar þú alltaf það sama?

„Sumar sortir er algerlega nauðsynlegt að baka fyrir hver jól og ber þá sörurnar hæst, en ég hef bakað þær ansi margar og tel mig hafa bestað það ferli! Ég baka líka yfirleitt þristatoppa og einhverja útgáfu af súkkulaðibitakökum. Nú er ég staðráðin í að baka hafrakossana hennar Helenu sem heldur úti Eldhúsperlum, en ég er búin að ætla að baka þá í mörg ár. Skinkuhornin baka ég svo alltaf og yfirleitt einhvern annan gerbakstur með, bollur eða pítsusnúða. Það er bara eitthvað við nýbökuð skinkuhorn og heitt súkkulaði um jól.“

Hvernig verða jólin þín í ár?

„Þau verða vonandi bara yndisleg. Við verðum líklega þrjú á aðfangadag og höfum rætt það að vera bara á náttfötunum. Mín fjölskylda verður öll meira og minna erlendis svo það verða færri boð en oft áður, en þá er um að gera að gefa sér bara góðan tíma á hverjum stað og njóta samverunnar. Rykið verður dustað af jólapúsl-hefðinni og almenn notalegheit í algjörum forgangi. Ég hlakka mikið til.“

Fallegt jólatré með perum lýsir upp heimilið.
Fallegt jólatré með perum lýsir upp heimilið. mbl.is/Arnþór Birkisson
Sveinki er á sínum stað uppi í hillu.
Sveinki er á sínum stað uppi í hillu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál