10 hlutir sem gera aðfangadag enn betri

Óskalisti vikunnar er sérlega flottur!
Óskalisti vikunnar er sérlega flottur! Samsett mynd

Dagarnir eru extra fljótir að líða í desember og nú eru aðeins þrír dagar í jólin. Á óskalista vikunnar finnur þú fallegar vörur sem munu gera aðfangadaginn enn betri – allt frá notalegum jólanáttfötum og mjúkum baðslopp yfir í tryllt jólastígvél og klassískan jólakjól. 

Fullkominn endir á aðfangadegi!

Það er fátt jafn notalegt og að skella sér í ný jólanáttföt á aðfangadagskvöld. Ef þú vilt náttföt sem eru jólaleg en geta samt verið notuð allan ársins hring þá eru þetta náttfatasett með fallegum rauðum hjörtum fullkomið.

Náttföt fást í Lindex. Skyrtan kostar 7.299 kr. og buxurnar …
Náttföt fást í Lindex. Skyrtan kostar 7.299 kr. og buxurnar 7.299 kr. Skjáskot/Instagram

Hátíðarilmur!

Á dögunum kom út nýr ilmur úr kertalínu Haf Store, en hann ber nafnið Ylur og þykir tilvalinn fyrir hátíðirnar. Kertið gleður þó ekki einungis lyktarskynið heldur líka augað. Það er því tilvalið að kveikja á því á aðfangadag og leyfa ljúfum ilminum að faðma heimilið. 

Nýr ilmur fyrir hátíðirnar frá Haf Store kostar 5.900 kr.
Nýr ilmur fyrir hátíðirnar frá Haf Store kostar 5.900 kr. Ljósmynd/Hafstore.is

Þessi sem klikkar ekki!

Allir fataskápar ættu að innihalda klassískan svartan síðkjól eins og þennan. Þetta er kjóllinn sem þú teygir þig í klukkan fimm á aðfangadag þegar allt er á seinustu stundu því þau veist að hann klikkar ekki – svo er hægt að dressa hann upp og niður með skarti og skóm. 

Kjóll fæst í Gina tricot og kostar 7.395 kr.
Kjóll fæst í Gina tricot og kostar 7.395 kr. Ljósmynd/Ginatricot.is

Skandinavískt á jólatréð!

Margir nýta þorláksmessu í að skreyta jólatréð og hafa því enn nokkra daga til að klára að græja skraut á tréð. Þessar jólaskreytingar eru frá sænska hönnunarfyrirtækinu Dbkd og gefa aðfangadeginum skandinavískt og minimalískt yfirbragð. 

Jólaskraut á tréð frá Dkbd fæst í Dimm og kostar …
Jólaskraut á tréð frá Dkbd fæst í Dimm og kostar frá 790 kr. til 1.990 kr. Ljósmynd/Nordicnest.is

Jólastígvélin í ár!

Þú finnur varla fullkomnari jólastígvél en þessi frá íslenska vörumerkinu Kalda. Þau eru fagurrauð með passlega háum hæl. Hönnunin er stílhrein en þó með smáatriðum sem fanga augað – akkúrat það sem við viljum á aðfangadag!

Skórnir fást hjá Kalda og kosta 66.800 kr.
Skórnir fást hjá Kalda og kosta 66.800 kr. Ljósmynd/Kalda.com

Hafðu það notalegt eftir jólabaðið!

Það má lika hafa það notalegt á aðfangadag og þess vegna er ómissandi að eiga góðan baðslopp. Þessi sloppur er extra mjúkur úr lífrænt vottaðri bómull, og svo er hann bara svo fallegur – fullkominn eftir jólabaðið!

Baðsloppur fæst hjá Kara rugs og kostar 22.500 kr.
Baðsloppur fæst hjá Kara rugs og kostar 22.500 kr. Ljósmynd/Kararugs.is

Á jólaborðið!

Fallegur borðbúnaður gerir góðan mat enn betri! Þessi fallegi kökustandur frá Serax setur punktinn yfir i-ið á aðfangadagskvöld, en hann kemur bæði í svörtu og hvítu.

Kökustandur frá Serax fæst hjá Mikado og kostar 12.990 kr.
Kökustandur frá Serax fæst hjá Mikado og kostar 12.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Sá allra heitasti!

Vínrauður hefur tekið yfir tískuheiminn á undanförnum vikum og þykir það allra heitasta í dag. Liturinn er fullkominn fyrir hátíðirnar, enda jólalegur og afar fallegur. Það er því tilvalið að skella sér í þessa fallegu blússu á aðfangadag, en hana er hægt að dressa upp og niður á auðveldan máta.

Blússa frá Gestuz fæst í Andrá og kostar 16.900 kr.
Blússa frá Gestuz fæst í Andrá og kostar 16.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.is

Ljómandi og bjart útlit yfir hátíðirnar!

Aðdraganda jóla fylgir oft mikið stress. Svefninn fer oftast aðeins aftar í forgangsröðunina og húðrútínan jafnvel líka. Það er því tilvalið að setja á sig Ultimune Eye Power Infusing Eye Concentrate eftir jólabaðið á aðfangadag, en kremið hjálpar augnsvæðinu að vinna gegn skemmdum og veitir því ljómandi og bjart útlit.

Augnkrem frá Shiseido fæst hjá Hagkaup og kostar 11.999 kr.
Augnkrem frá Shiseido fæst hjá Hagkaup og kostar 11.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Draumajakkinn!

Það er nauðsynlegt að eiga hlýjan og fallegan jakka til að henda yfir sig á aðfangadag þegar síðustu gjöfunum er skutlað út. Þessi jakki er fullkominn fyrir veturinn og passar við flest – meira að segja glimmer og pallíettur!

Jakki fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr.
Jakki fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr. Ljósmynd/Zara.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál