Bækurnar sem Kolbrún Bergþórs mælir með í pakkann

Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntasérfræðingur mælir með nýjum jafnt sem klassískum verkum …
Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntasérfræðingur mælir með nýjum jafnt sem klassískum verkum í jólapakkann í ár. Samsett mynd

Íslenskar skáldsögur fá mesta athygli í jólabókaflóðinu og eru keyptar til jólagjafa. Hér er sjónum beint að bókum í öðrum flokkum sem eiga skilið að komast í jólapakkann. Sumar þeirra eru í kiljuútgáfu og því alls ekki dýrar en innihaldið er sannarlega dýrmætt.

Paradísarmissir eftir John Milton í þýðingu Jóns Erlendssonar

Eitt af höfuðritum bókmenntasögunnar í afar vandaðri og myndskreyttri útgáfu. Þýðing Jóns Erlendssonar er stórfalleg. Ástráður Eysteinsson skrifar inngang. Þetta meistaraverk kom fyrst út árið 1674. Þar er sagt frá ansi mörgu, þar á meðal sköpun heimsins og syndafallinu. Adam og Eva stíga á svið og Satan freistar þeirra með afleiðingum sem allir eiga að kunna skil á. Ein glæsilegasta bók þessarar jólabókavertíðar.

Paradísarmissir eftir John Milton í þýðingu Jóns Erlendssonar
Paradísarmissir eftir John Milton í þýðingu Jóns Erlendssonar

Byggð mín í norðrinu eftir Hannes Pétursson

Ljóðaunnendur verða að fá sínar jólabækur. Á óskalista þeirra hlýtur að vera úrval af ljóðum Hannesar Péturssonar, þess ástsæla og góða skálds. Skáldið valdi sjálft ljóðin í bókina og Sölvi Sveinsson ritar eftirmála.

Byggð mín í norðrinu eftir Hannes Pétursson.
Byggð mín í norðrinu eftir Hannes Pétursson.

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie eftir Muriel Spark í þýðingu Árna Óskarssonar

Gríðarlega vel skrifuð skáldsaga sem er full af kaldhæðni og skarpri hugsun. Það er hrein nautn að lesa hana. Þetta er frægasta skáldsaga Muriel Spark og aðalpersónan er hin ógleymanlega og dramatíska Jean Brodie, kennari í stúlknaskóla, sem leggur mikið upp úr að móta stúlkurnar sínar. Það flækir óneitanlega málið að hún er höll undir fasisma.

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie eftir Muriel Spark í þýðingu Árna …
Blómaskeið ungfrú Jean Brodie eftir Muriel Spark í þýðingu Árna Óskarssonar.

Kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe

Kvæði og sögur eftir þennan mikla snilling í eldri þýðingum og nýjum. Ástráður Eysteinsson skrifar inngang. Það segir nokkuð um Poe hversu mörg merk íslensk skáld hafa hrifist af verkum hans og snarað á íslensku. Má þar nefna Einar Benediktsson, Þórberg Þórðarson, Þorstein frá Hamri, Málfríði Einarsdóttur og Sjón. Það eru svo ekki bara sjóaðir lesendur sem lesa verk hans, þau laða einnig unglinga að. Þetta er fyrir bók fyrir breiðan lesendahóp.

Kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe.
Kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe.

Bernska eftir Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur

Bernska er fyrsti hlutinn í endurminningaþríleik Tove Ditlevsen. Bókin veitir eftirminnilega og næma innsýn í hugarheim ungrar stúlku úr verkamannastétt sem þráir að verða skáld. Umhverfi og aðstæður eru á þann hátt að ljóst er að hún þarf að berjast til að ná árangri. Hún tók slaginn.

Bernska eftir Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.
Bernska eftir Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur

Í fallegri og ríkulega mynd skreyttri bók segir Margrét Tryggvadóttir frá þeim listamönnum sem lögðu grunninn að íslenskri listasögu um og upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öld. Sérstaklega skal mælt með bókinni fyrir listræn ungmenni, sem eru mörg á þessu landi, og þau munu taka henni fagnandi. Þetta er bók sem auðgar þekkingu þess sem les um leið og hún gleður.

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur.
Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur.

Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur

Dásamleg skáldsaga um Sergej sem býr í Úkraínu og ræktar býflugur og vill umfram allt vernda þær í landi sem logar í ófriði. Fyndin, óvænt, hugmyndarík og tregafull. Það er alltaf jafn mikil upplifun þegar manni fer að þykja innilega vænt um sögupersónu. Sergej er slík persóna.

Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur.
Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur.

Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring

Hjörleifur og Rán leiða okkur á slóðir álfa í hreint yndislegri en um leið ógnvekjandi bók. Það er nefnilega aldrei að vita hverju álfar taka upp á og ástæða til að umgangast þá af varúð. Hjörleifur skrifar fjörlegan texta og Rán myndskreytir snilldarlega. Bókin er skemmtilega hönnuð og er hinn eigulegasti gripur. Dásamleg bók!

Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring
Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring

Linda – eða Lindumorðin eftir Leif GW Persson í þýðingu Jakob S. Jónssonar

Hinn breyski rannsóknarlögreglumaður Evert Backstrom stýrir rannsókn á látri ungrar konu. Spennandi og snjöll glæpasaga sem er óvenjuleg því hún er einnig fyndin. Backstrom er ansi langt frá því að hlýða pólitískum rétttrúnaði enda er hann sjálfhverf karlremba sem er haldinn miklum ranghugmyndum um eigið ágæti. Nútímaglæpasögur gerast ekki mikið betri en þessi. Þeir sem eru pólitískt rétthugsandi gætu samt hneykslast eitthvað – en hafa sennilega bara gott af því.

Linda – eða Lindumorðin eftir Leif GW Persson í þýðingu …
Linda – eða Lindumorðin eftir Leif GW Persson í þýðingu Jakob S. Jónssonar.

Hlutskipti – saga þriggja kynslóða – eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur og Jón Hjartarson

Margir hafa ástríðufullan áhuga á ævisögum. Hlutskipti ætti ekki að valda vonbrigðum hjá þessum hópi. Árið 1969 er heimilisfaðir á Selfossi leiddur út af heimili sínu í lögreglufylgd. Heimilið er leyst upp og móðirin flyst með ástmanni sínum og yngstu börnunum á Hólmavík og seinna á Gjögur. Þetta er átakanleg fjölskyldusaga um fátækt, harm og óblíð örlög.

Hlutskipti – saga þriggja kynslóða – eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur …
Hlutskipti – saga þriggja kynslóða – eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur og Jón Hjartarson.

Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson

Með verkum handanna er glæsileg bók í alla staði. Þar er fjallað ítarlega um þau fimmtán íslensku refilsaumsklæði sem varðveist hafa. Klæðin eru stórbrotin listaverk, eins og myndirnar í bókinni sýna. Vart er hægt að hugsa sér betri bókagjöf fyrir vandláta fagurkera.

Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson.
Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson.

Meðan glerið sefur og Dulstirni eftir Gyrði Elíasson

Hinn óviðjafnanlegi Gyrðir Elíasson sendir frá sér tvær ljóðabækur. Hér mætum við náttúrunni í öllu sínu veldi og manneskjum sem eru nokkuð ráðvilltar í heimi þar sem hið óvænta er aldrei langt undan. Stílsnilld og ofurnæm hugsun einkenna þessar bækur. 

Meðan glerið sefur og Dulstirni eftir Gyrði Elíasson.
Meðan glerið sefur og Dulstirni eftir Gyrði Elíasson.

Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur

Stutt en gríðarlega áhrifamikil jólasaga með siðaboðskap sem við höfum öll gott af að heyra sem oftast. Bill Furlong kolakaupmaður þarf að horfast í augu við fortíð sína og taka ákvörðun um það hvort hann eigi að rétta ungri stúlku hjálparhönd, þótt það geti leitt til þess að flækja líf hans svo um muni. Falleg og hjartnæm saga sem hlýtur að snerta hvern lesanda. Jólagjöf sem mun slá í gegn hjá bókelskum lesendum. Það er ekki hægt að mæla nógsamlega með henni.

Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan í þýðingu Helgu Soffíu …
Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál