Nína Dögg og Gísli Örn héldu upp á jólin í Perú

Fjölskyldan sendi jólakveðjur frá Perú!
Fjölskyldan sendi jólakveðjur frá Perú! Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson héldu upp á suðræn jól í Perú í Suður-Ameríku ásamt fjölskyldu sinni. 

Nína birti fallega mynd af fjölskyldunni með hina sögufrægu Machu Picchu, stundum kölluð „Týnda borgin“, í bakgrunni og sendi jólakveðjur til vina og vandamanna.

Machu Picchu var byggð á um 15. öld þegar veldi Inka stóð sem hæst, en borgin er í 2.430 metra hæð yfir sjávarmáli og stendur á fjallsbrún yfir Urubambadalnum í Perú. Fjölskyldan virðist hafa ferðast á fleiri staði í Perú, en þau heimsóttu líka borgina Cusco sem komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1983.

„Fjölskyldan í Sækambi óskar ykkur friðar og hamingju yfir hátíðirnar - kærleikur frá Perú,“ skrifaði hún við myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert