Voru leiðir yfir fjarveru Freys

Freyr mundar hér þverflautuna á sinfóníutónleikum í Navarra á Spáni.
Freyr mundar hér þverflautuna á sinfóníutónleikum í Navarra á Spáni.

„Mér þykir miður að Freyr Sigurjónsson sé ósáttur við að þetta skyldi verða niðurstaðan en heyri að þáverandi stjórnendum þótti mjög leitt að ekki kom til þess að hann frumflytti konsertinn á sínum tíma,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

„Þess var að sjálfsögðu getið í tónleikaskrá og umfjöllun um tónleikana að verkið var upphaflega samið fyrir Frey,“ bætir hún við.

Athygli vakti þegar Freyr Sig­ur­jóns­son þverf­laut­uleikari gat þess í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um liðna helgi að hann væri ósáttur við vinnubrögð Sinfóníunnar þegar hann fékk ekki að flytja flautukonsert með sveitinni sem Jón Ásgeirsson tónskáld samdi fyrir hann.

Nánar er rætt við Láru Sóleyju og fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert