Glæran í Versló ekki einsdæmi

Meinta glæran úr MS.
Meinta glæran úr MS.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir frægu glæruna um Sigmund Davíð, Mussolini og Hitler ekki vera eina dæmið um pólitískan innrætingu í kennslustofum.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. Máli sínu til stuðnings birtir Elliði mynd af glæru úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við Þýskaland Hitlers, Gestapo og kynþáttahatur.

Elliði segir að þegar hann var kennari hafi almennt verið gætt að því að stunda ekki innrætingu, forðast hlutdrægni og fordæmingu í kennslu en „nú er öldin önnur“. 

Spyr Elliði vini sína á Facebook hvað sé til ráða. Lesa má færslu Elliða í heild sinni hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert