Flúruðu Tvíhöfða á tvíhöfðana

Sigmar segist ekki vita til þess að nokkur annar sé …
Sigmar segist ekki vita til þess að nokkur annar sé með viðlíka húðflúr. Ljósmynd/Aðsend

Ágæti paraflúra hefur lengi verið þrætuefni en Sigmar Freyr Jónsson og Inga Jónsdóttir ákváðu að fara ótroðnar slóðir í þeim efnum með því að flúra hvorn sinn liðsmann Tvíhöfða á upphandleggina sína. 

Þannig var Tvíhöfði kominn saman í hvert sinn sem þau báru flúrin upp að hvert öðru.

Hugmyndin vaknaði eftir kvöldstundir með Tvíhöfða

Spurður hvort þau hafi lengi gengið með hugmyndina segir Sigmar hana hafa kviknað fyrir um hálfu ári. Það megi rekja til þess að þau hafi oftsinnis hlustað saman á þætti þeirra Sigurjóns og Jóns sem voru á dagskrá Rásar 2 á sunndagskvöldum um nokkurra ára skeið. 

Sigmar vill þó ekki taka heiðurinn af hugmyndinni af henni Ingu:

„Ég vildi óska þess að ég ætti hugmyndina sjálfur“.

En var enginn ágreiningur um hvorn þeirra þið mynduð fá?

„Nei það var mjög auðvelt. Ég spurði fyrst hvort ég mætti fá Jón og hún þá Sigurjón og það var samþykkt.“

Valdar í samráði við flúrarann

Andlitsmyndirnar eru fegnar af plötunni Kondí fíling sem var gefin út árið 1999. Sigmar segir það hafa verið niðurstaða nokkurrar rannsóknarvinnu í samráði við flúrararann Brynjar úr Ugly Brothers.

Síðasta haust greindi Jón Gnarr frá því að Tvíhöfði yrði ekki lengur á dagskrá Rásar 2 en tvíeykið hefur reglulega troðið upp á skemmtistaðnum Húrra sem og á Selfossi. 

Einföld skilaboð

Sigmar stóð ekki á svörum þegar hann var spurður hvort hann vildi nota tækifærið til þess að koma einhverjum skilaboðum á framfæri undir lokin:

„Ekki hætta“.

Sigmar og Inga eru að vonum sátt með flúrin enda …
Sigmar og Inga eru að vonum sátt með flúrin enda vel heppnaðar andlitsmyndir af tvíeykinu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert