Tvíhöfði kemur ekki með haustskipunum

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson munu ekki snúa aftur með …
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson munu ekki snúa aftur með útvarpsþættina Tvíhöfða í haust. Kristinn Ingvarsson

Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson munu ekki snúa aftur með sinn vinsæla útvarpsþátt Tvíhöfða í haust. Jón greinir frá þessum tíðindum í færslu á facebooksíðu Tvíhöfða. Þættirnir hafa verið á dagskrá Rásar 2 Ríkisútvarpsins síðan 2017 en hófu göngu sína mun fyrr, eða árið 1994. 

„Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ skrifar Jón í langri færslu. Hann segist hafa sent útvarpsráði uppsögn sína, en hann eigi ekki von á svari við því erindi frekar en öðrum sem hann hefur sent þeim. 

Jón telur upp nokkrar ástæður fyrir því að Tvíhöfði kemur ekki með haustskipunum í ár, þar á meðal líkþorn. Hann biður þó hlustendur ekki að vorkenna sér þótt hann sé munaðarlaus, með líkþorn og ADHD.

Ákvörðun Jóns

Jón segir ákvörðunina algjörlega sína og þakkar hann Sigurjóni fyrir stuðninginn og biður hann á sama tíma að virða ákvörðun sína. 

„Ástæðan er einföld. Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennnadi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ skrifar Jón. 

Tæknimaður þáttanna er Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli. Jón biður aðdáendur þáttanna að láta Dodda í friði. „Hann er sakleysingi sem eins og aðrar barnssálir í landinu hélt að haustfuglinn kæmi með kólnandi veðri,“ skrifar Jón.

Útilokar ekki endurkomu

Í háfleygri færslu sinni segir Jón það alveg geta gerst að Tvíhöfði snúi aftur með haustskipunum eitt árið. „En það er með það eins og annað í náttúrunni og eins og jarðfræðingarnir segja, þegar þau eru spurð um möguleg eldgos, það er ekki ólíklegt að það gjósi einhvern tímann á næstu 500 árum en hvar það verður og hvenær það gerist er ómögulegt að segja,“ skrifar Jón.

Jón segist kveðja þættina fullur sorgar og trega. „Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu-Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið. Missir ykkar er mikill en þið getið huggað ykkur við að minn er meiri. Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl,“ skrifar Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson