Reyndu að flýja lögreglu en náðust fljótlega

Tveir ökumenn voru teknir í hverfi 105 í reykjavík í …
Tveir ökumenn voru teknir í hverfi 105 í reykjavík í gær grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna eða áfengis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um aðila sem þóttu grunsamlegir við að bera hluti inn í bifreið í hverfi 112. Þeir reyndu að komast undan lögreglu en náðust fljótlega.

Kom þá í ljós að um var að ræða þrjá einstaklinga undir lögaldri sem höfðu tekið gaskúta ófrjálsri hendi og ekið bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Málið er unnið í samráði við foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Báðar bifreiðar fluttar burt með dráttarbifreið

Tveir ökumenn voru teknir í hverfi 105 í Reykjavík í gær grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna eða áfengis. Málin eru komin í hefðbundið ferli hjá lögreglu.

Tilkynnt var um eld í rafmagnstöflu í hverfi 111. Eldurinn reyndist minniháttar. 

Þá var tilkynnt umferðaróhapp tveggja bifreiða í hverfi 112. Engin meiðsl urðu á fólki en báðar bifreiðar voru fluttar á brott með dráttarbifreið.

mbl.is