Bátur sökk í Kópavogshöfn

Svona er umhorfs í Kópavogshöfn, þar sem báturinn marar í …
Svona er umhorfs í Kópavogshöfn, þar sem báturinn marar í hálfu kafi. mbl.is

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að bátur væri sokkinn í Kópavogshöfn um níuleytið í gærkvöldi.

Að sögn varðstjóra var báturinn, sem er sex metra langur, farinn að halla mikið þegar slökkviliðið kom á vettvang. Ekki var gripið til neinna aðgerða af hálfu slökkviliðsins, en eigandi bátsins var látinn vita.

Tilkynnt var um einn vatnsleka og var hann í Gerðunum í Reykjavík um tíuleytið í gærkvöldi. Þar hafði vatn borist ofan í kjallara.

mbl.is