Hækkandi vatnshæð í Norðurá

Norðurá í Borgarfirði. Mynd úr safni.
Norðurá í Borgarfirði. Mynd úr safni. www.nordura.is

Vatnshæð fór hækkandi í Norðurá í Borgarfirði í nótt. Stífla hefur myndast við Brekku sem gæti valdið staðbundnum flóðum.

Vatnshæð hefur einnig hækkað í fleiri ám eftir rigningar síðasta sólahring og umhleypinga síðustu vikna, að því er kemur fram í athugasemd sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Enn eru margar ár á landinu að miklu leyti ísilagðar. Í Hvítá í Árnessýslu og Ölfusá er ís þykkur á köflum þrátt fyrir leysingar í síðustu viku.

Fram kemur að Veðurstofan fylgist vel með breytingum næstu daga þar sem spáð er leysingum og umhleypingasömu veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert